Fundargerð 11. september 2002

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands miðvikudaginn 11. september 2002 kl. 17.
Mættir: Svanhildur Guðlaugsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir.
Auk þess Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri og Ingvar Atli Sigurðsson.
 
1. Ingi Sigurðsson setti fundinn og stakk upp á eftirfarandi verkaskiptingu stjórnar:
Svanhildur Guðlaugsdóttir, formaður,
Margrét Lilja Magnúsdóttir, varaformaður,
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, ritari.
Var þetta samþykkt.
 
2. Staðfest var ráðning Ingvars Atla Sigurðssonar sem forstöðumanns
Náttúrustofu Suðurlands. Gengið var frá og undirritaður ráðningarsamningur.
 
3. Rætt almennt um samskipti Náttúrustofunnnar við Umhverfisráðuneytið.
Formanni stjórnar og bæjarstjóra falið að ræða við ráðuneytið.
 
4. Stjórnin óskaði eftir því við bæjarstjóra að hann kanni með framgang stofunnar innan bæjarkefisins.
 
Ingi Sigurðsson vék af fundi kl. 17.40.
 
5. Formaður hefur sótt um hækkun á yfirdrætti á bankareikningi í Íslandsbanka að upphæð kr. 500.000.- til 20. september 2002.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 17.50.
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Svanhildur Guðlaugsdóttir
Margrét Lilja Magnúsdóttir Ingvar Atli Sigurðsson