Fundargerð 11. febrúar 1997

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands 11. febrúar 1997
12. fundur haldinn í húsnæði Rannsóknarseturs Háskólans þriðjudaginn 11. febrúar 1997.
Mætt voru: Ármann Höskuldsson forstöðumaður, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Bjarni Sighvatsson.
 
1. mál.
Ármann lagði fram rekstraráætlun fyrir stofuna 1997. Farið yfir og málið rætt, margir óvissuþættir eru, þar sem um nýja starfsemi er að ræða. Samþykkt að á næsta fundi liggi fyrir endanleg rekstraráætlun.
 
2. mál.
Rætt um möguleika stofunnar á rannsóknarverkefnum sem gætu mögulega gefið tekjur til stofunnar. Ýmislegt inní myndinni.
 
3. mál.
Ármann gerði grein fyrir að á Kirkjubæjarklaustri væri verið að stofna fræðslu- og Rannsóknarsetur. Rætt var um hvort Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum ætti að gerast stofnaðili að því setri án fjárhagsskuldbindinga. Samþykkt að gerast aðili án fjárskuldbindinga í samráði við lög stofunnar.
 
4. mál.
Rætt um að stefna að ráðstefnu í maí fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um umhverfislög og starfsemi stofunnar sem stendur sveitarfélögum til boða. Ármanni falið að undirbúa verkefnið.
 
5. mál.
Ármanni og formanni falið að boða hússtjórn Rannsóknarseturs til fundar vegna húsnæðis Náttúrustofu.
 
Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 14.00.
 
Svanhildur Guðlaugsdóttir
Guðmundur Þ.B. Ólafsson