Fundargerð 10. október 2011

 
 
Náttúrustofa Suðurlands – Stjórnarfundur haldinn 10. október 2011 kl. 16:00.
 
Mætt voru: Ingvar A. Sigurðsson, Halla Svavarsdóttir, Jóhanna Njálsdóttir og Rut Haraldsdóttir.  
 
 
1. mál: Fjárhagsstaðan rædd en hún er mjög erfið. Samtök náttúrustofa eru búin að biðja um fund hjá umhverfisráðherra og fjárlaganefnd vegna fjárveitinga.
Líklega verður að segja upp ritaraþjónustu. Ástandið óviðunandi. Framlög til stofunnar dragast saman og samkeppnir um peninga er hörð.
 
2. mál: Ingvar fer í frí 15. nóvember til 16. janúar. Verður í tölvusambandi vegna reikninga o.fl. Erpur verður til staðar.
 
3. mál: Athuga möguleika á að selja húsnæðið og hlutinn í tuðrunni.
 
4. mál. Ákveðið að Rut og Ingvar fari á fund með Páli Marvin hjá Þekkingarsetrinu vegna húsnæðismála.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Rut Haraldsdóttir
  
Jóhanna Njálsdóttir
 
Halla Svavarsdóttir
 
Ingvar A. Sigurðsson