Fundargerð 6. desember 2007

Fimmtudaginn 6. desember 2007 kl. 16:15 var haldinn fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands að Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.
 
Mættir voru: Ólafur E. Lárusson, formaður, Kristján Egilsson, Örn Hilmisson (varamaður Steinunnar Jónatansdóttur) og Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður NS.
 
Dagskrá:
 
1. mál:
 
Fjárhagsáætlun.
 
Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, hún rædd og samþykkt.
 
2. mál:
 
Rætt um húsnæðismál Náttúrustofu Suðurlands
 
3. mál:
 
Forstöðumaður lét Stjórnarformann hafa drög að nýjum stofnanasamningi sem stjórnarformaður leggur síðan fyrir fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar.
 
 
 
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17:30.
 
 
 
Örn Hilmisson
 
Ólafur Lárusson
 
Kristján Egilsson
 
Ingvar A. Sigurðsson