Fundargerð 6. maí 2008

 
 
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands
Þriðjudaginn 6.maí 2008 kl. 16.00
 
Mættir eru: Ingvar A. Sigurðsson, Kristján Egilsson, Ólafur Lárusson
 
 
 
1.mál: Húsnæðismál rædd
 
Stjórnin felur forstöðumanni að rita bæjarráði bréf þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi til Náttúrustofu sem nemur grunnleigu til Þekkingarseturs Vestmannaeyja.
 
 
 
2.mál: Lögð fram ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands fyrir árið 2006 og 2007
 
 
 
3.mál: Ársreikningar Náttúrustofu Suðurlands lagðir fram
 
Þar kemur fram að tap var kr. 78.380. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að tap yrði
 
kr. 3.471.000. Skýringar á þessu eru að reikningar fluttust á milli ára og starfsmaður var ekki ráðinn í lundaverkefni fyrr en 11.júní 2007
 
 
 
4.mál: Styrkir sem koma til Náttúrustofu Suðurlands á árinu 2008
 
Rannís: Rannsóknir á lunda og sandsíli: Náttúrustofan, HÍ, Hafró o.fl kr. 5.750.000 og kr. 2.500.000 næstu tvö árin. Sami hópur fékk tvo tækjasjóðsstyrki, annar fer í gegnum HÍ en hinn, 444.000, kemur til Náttúrustofunnar. Tveir styrkir úr Rannsóknarnámssjóðnum, lundaparið Hálfdán og Elínborg kr. 130.000 á mánuði í tvo mánuði fyrir hvort þeirra. Loks fékkst styrkur frá Ferðamálastofu til að byggja fuglaskoðunarhús í Raufinni í Stórhöfða kr. 1.500.000.
 
 
 
5.mál: Sumarstarfsmenn
 
Hálfdán Helgason verður ráðinn í 4 mánuði, Elínborg Pálsdóttir í 3 mánuði, Auðunn Herjólfsson verður í 50% og 50% hjá Náttúrustofu Suðurlands og Þekkingarsetris Vestmannaeyja. Loks verður franskur sjálfboðaliði í tvo mánuði við störf.
 
 
 
6.mál: Lögð fram rekstraráætlun að viðbættum styrkjum
 
 
 
7.mál: Önnur mál
 
Breytingar á stjórn Náttúrustofu Suðurlands. Sigurhanna Friðþórsdóttir óskaði eftir því að Kristján Egilsson tæki sæti aðalmanns í sinn stað og að hún yrði varamaður hans. Þessar breytingar áttu sér stað frá og með apríl 2007.
 
 
 
Fleira var ekki gert og fundi slitið 17:15
 
 
 
Ólafur Lárusson
 
Kristján Egilsson
 
Ingvar A. Sigurðsson