Fundargerð 6. mars 2006

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn mánudaginn 6. mars 2006, kl. 12.00.
Mætt: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir, auk Ingvars A. Sigurðssonar forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands og Bergs Elíasar Ágústssonar bæjarstjóra.
 
Dagskrá:
 
Bréf frá Veiðimálastofnun.
Starfsmannamál – sumarstarfsmaður.
Rekstraráætlun.
Peningamálin – greiðsla reikninga, bókhald, o.fl.
Launamál hjá Náttúrustofu Suðurlands.
Önnur mál.
1. mál.
 
Lagt var fram bréf frá Veiðimálastofnun dagsett 6. febrúar 2006.
 
2. mál.
 
Ingvar Atli forstöðumaður, leggur til að Rannveig Magnúsdóttir, kt. 140277-4879, verði ráðin sem sumarstarfsmaður í 4 mánuði sumarið 2006. Stjórnin samþykkir ráðninguna.
 
Gert er ráð fyrir einum sjálfboðaliða sem mun aðstoða við fuglarannsóknir í maí nk.
 
3. mál.
 
Lögð fram drög að rekstraráætlun 2006 sem verður síðan sniðin til að ósk stjórnar. Stefnt að því að rekstraráætlunin verði samþykkt á næsta fundi.
 
4. mál.
 
Rætt var um framkvæmd á greiðslu reikninga vegna kostnaðar Náttúrustofu Suðurlands.
 
5. mál.
 
Ingvar vék af fundi kl. 12.55.
 
Rætt var um launamál. Stjórnin felur formanni stjórnar og bæjarstjóra að leggja fram tillögu að framtíðarlausn launamála starfsmanna Náttúrustofu Suðurlands. Niðurstaða skal liggja fyrir um mánðarmótin mars/apríl nk.
 
6. mál.
 
Rætt var um ýmis mál.
 
Fleira ekki gjört og fundi slitið kl. 13.25.
 
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
 
Bergur E. Ágústsson
 
Eygló Harðardóttir
 
Margrét Lilja Magnúsdóttir
 
Ingvar A. Sigurðsson