Fundargerð 5. desember 1996

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands 5. Desember 1996
11. fundur haldinn 5. desember 1996 kl. 17.00 í húsnæði háskólans við Strandveg.
Mætt voru: Bjarni Sighvatsson, Guðmundur Þ.B. Ólafsson, Svanhildur Guðlaugsdóttir og Ármann Höskuldsson.
 
1. mál.
Húsnæðismál.
Starfsemi stofunar er hafin í einu herbergi á þriðju hæð húss háskólans og á næstunni mun stofan fá aðgang að herbergjum á annari hæð hússins. Stjórnin leggur áherslu á að hér er um bráðabrigða lausn að ræða og brýnt er að sem allra fyrst sé tekin endanleg ákvörðun af bæjarstjórn um framtíðarhúsnæði fyrir stofuna, svo sem fram kom á fundi stjórnar (mál 3) sem haldinn var 28. júní 1996, en þar var lögð áhersla að svör kæmu vegna hugsanlegra kaupa Náttúrustofu á jarðhæð Náttúrugripasafns Vestmannaeyja.
 
 
 
Fundi slitið kl. 18.00.
 
Bjarni Sighvatsson
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Ármann Höskuldsson
Svanhildur Guðlaugsdóttir