Fundargerð 3. nóvember 1998

Stjórnarfundur Náttúrustofu Suðurlands haldinn í fundarsal Rannsóknasetursins, þriðjudaginn 3. nóvember 1998, kl. 11:30.
 
Mættir:
Ármann Höskuldsson, forstöðumaður.
Árni Johnsen.
Ísólfur Gylfi Pálmason, skráði fundargerð að þessu sinni.
Sveinn Runólfsson, formaður sem að setti fundinn og stjórnaði honum.
 
Efni fundar:
 
1. Stjórnin skipti með sér verkum.
2. Kirkjubæjarstofa.
3. Landnýting og skipulag á Heimaey í samstarfi við bæjarstjórn.
4. Aðalfundur Náttúrufræðistofnunnar Íslands.
5. Kaup-og uppbyggingarsamningar.
6. Launasamningur.
7. Önnur mál.
 
1. Rætt var um að stjórnin skipti með sér verkum.
 
2. Ármann Höskuldsson er fulltrúi í vinnuhópi um Kirkjubæjarstofu. Aðrir í vinnuhópnum eruJón Helgason, Þorvarður Hjaltason, Jóna Sigurbjartsdóttir, Samúel Smári Hreggviðsson, Guðjón Hjörleifsson og Sigmundur Einarsson fulltrúi í Umhverfisráðuneytisins. Rætt var um að ráða sérfræðing til starfa við Kirkjubæjarstofu 1999 til 2000 og útvíkka starf Náttúrustofunnar til Kirkjubæjarklausturs, til eflingar Kirkjubæjarstofu.
 
3. Bæjarstjórn hefur ákveðið að koma á fastara skipulagi og stjórn á úthlutun lands og endurnýjun samninga um landnýtingu. Einnig kom fram að bæjarstjórn fæli bæjarstjóra í samráði við Náttúrustofu Suðurlands að gera úttekt á ítölu og gróðurfari á Heimaey. Ármanni Höskuldssyni var falið að ráða háskólastúdent til gróðurfarsúttektar á Heimaey og leita eftir samstarfi við Náttúrufræðistofnun og Landgræðslu ríkisins er varðar beitarþol.
 
4. Ármann Höskuldsson kynnti það sem fram fór á aðlafundi Náttúrusfræðistofnunar sem haldin var sl.fimmtudag og föstudag. Ármann lagði áherslu á að skapa náttúrufræðingum viðunandi vinnuaðstöðu og starfsaðstæður í Náttúrustofnun.
 
 
5. Kaup-og uppbyggingarsamningur Náttúrstofu Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Umhverfisráðuneytisins. Ármanna Höskuldsson sagði frá drögum að kaupsamningi dagsettum 22. otóber 1998. Samningur þessi er með fundargögn.
 
6. Fyrir liggur að ganga frá aðlögunarsamningi við forstöðumann. Sveinn Runólfsson formaður sagði frá því að fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir 3,4 millj. fyrir árið 1999. Það er sá rammi sem stjórnin hefur úr að spila. Formanni falið að vinna að samningnum.
 
7. Yfirlit yfir starfssemi Náttúrustofu Suðurlands á árinu rædd.
 
 
Fleira ekki rætt á þessum fundi.
 
Fundi slitið kl. 12:30.
Vestmannaeyjum, 3. nvember 1998
 
Ísólfur Gylfi Pálmason , ritari fundargerðar.