Fundargerð 2. september 2005

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn föstudaginn 2. september 2005, kl. 12.00.
 
Mætt: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir auk Ingvars A. Sigurðssonar forstöðumanns.
 
Dagskrá:
 
1. Ársreikningur 2004.
 
2. Fjárhagsstaðan í dag.
 
3. Umsóknir fyrir næsta ár.
 
4. Verkefni í gangi/lokið.
 
5. Surtseyjarráðstefna/Surtseyjarstofa.
 
6. Samningamál.
 
7. Logo fyrir stofuna.
 
8. Önnur mál.
 
1. mál.
 
Ársreikningar Náttúrustofu Suðurlands fyrir árið 2004 voru lagðir fram. Þeir hafa verið samþykktir í bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar og verða sendir til umhverfisráðuneytisins.
 
2. mál.
 
Fjárhagsstaðan var yfirfarin.
 
3. mál.
 
Sótt verður um styrk til Rannís vegna greiningar á borholusvarfi. Ingvar mun athuga með fleiri umsóknir.
 
4. mál.
 
Verndarviðmiðsverkefninu er endanlega lokið og skýrslan er komin út.
 
Glerinnlyksur. Verið er að ritrýna grein um glerinnlyksur hjá Chemical Geology.
 
Verið er að vinna í kortlagningu á berggrunni Vestmannaeyja.
 
Verið er að vinna í náttúruverndaráætlun í samvinnu við Pál Marvin og Frosta Gíslason.
 
Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands hafa verið að vinna við fuglamerkingar í Eyjum og mælingar á lundapysjum með setrinu.
 
5. mál.
 
Surtseyjarráðstefna verður haldin í Vestmannaeyjum 23. september nk.
 
6. mál.
 
Formanni stjórnar Náttúrustofu Suðurlands er falið að ræða við Vestmannaeyjabæ um samningamálin.
 
7. mál.
 
Ákveðið að auglýsa eftir hugmyndum að nýju logo-i fyrir Náttúrustofu Suðurlands.
 
8. mál.
 
i) Bréf barst frá Náttúrustofu Vestfjarða varðandi kjaramál dagsett í ágúst 2005.
 
ii) Ingvar lagði fram eignaskrá Náttúrustofu Suðurlands.
 
iii) Ingvar ræddi um húsnæðismálin.
 
Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 13.30.
 
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
 
Margrét Lilja Magnúsdóttir
 
Ingvar A. Sigurðsson
 
Eygló Harðardóttir
 
 
Ingvar A. Sigurðsson