Fundargerð 2. apríl 2007

 
 
 
Þriðjudaginn 2. apríl 2007 kl. 16:30 var haldinn fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands að Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.
 
Mættir voru: Ólafur E. Lárusson, formaður, Arnar Sigurmundsson og Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður NS.
 
Tekið var fyrir:
 
1. mál: Starfsmannamál.
 
Tvær umsóknir bárust um starf sérfræðings við Náttúrustofu Suðurlands, en starfið var auglýst í fjölmiðlum og rann umsóknarfrestur nýlega út. Stjórnin fór yfir umsóknirnar og samþykkti að fela Ólafi og Ingvari að ræða við báða umsækjendur.
 
 
 
2. mál: Lundaráðstefna í Vestmannaeyjum
 
Ingvar kynnti dagskrá Lundaráðstefnu sem haldin verður í Vestmannaeyjum 11. apríl nk. Í Kiwanishúsinu. Undirbúningur ráðstefnunnar hefur staðið yfir undanfarna mánuði, en ákvörðun um ráðstefnuna var tekin í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðasta haust og Fræðasetrinu og Náttúrustofu Suðurlands falin framgangur málsins. Markmið ráðstefnunnar er að reyna að svara því hvort rétt geti verið að setja á stofn vísindaráð sem hefur það hlutverk að fylgjast með lundastofninum og veita ráðgjöf um upphaf veiðitímabils og lengd þess.
 
3. mál: Skipulag fjármála NS
 
Stjórnin samþykkti að fela formanni og forstöðumanni að ræða við bæjaryfirvöld um skipulag fjármála hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vm.
 
 
 
4. mál: Skipulag Náttúrustofa á landsbyggðinni.
 
Forstöðumaður greindi frá hugmyndum og tillögum um að koma upp Náttúrustofu á Suð-austurlandi, með starfstöð á Kirkjubæjarklaustri og Höfn.
 
 
 
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17:45.
 
 
 
Arnar Sigurmundsson
 
Ólafur Lárusson
 
Ingvar A. Sigurðsson