Fundargerð 2. apríl 1997

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands 2. apríl 1997
13. fundur haldinn í húsi Rannsóknarseturs Háskólans 2. apríl 1997, kl. 14.00.
1. mál.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 1997.
Áætlunin lá fyrir fundinum, hún var yfirfarin og samþykkt.
 
2. mál.
Einnig lá fyrir tækjakaupalisti yfir tól og tæki sem kaupa þarf í ár. Fyrirliggjandi listi var samþykktur.
 
3. mál.
Fyrir lágu hugmyndir að 10 ára húsaleigusamningi við samstarfsstjórn Rannsóknarseturs Háskólans.
Stjórnin samþykkir að gera slíkan samning.
 
4. mál.
Ármann gerði grein fyrir fyrirliggjandi og væntanlegum verkefnum. Meðal annars kom fram að Ármann mun sitja fund Sambands sunnlenskra sveitarfélaga 5. apríl nk.
 
5. mál.
Ármann kynnti efni og skipulag námstefnu í umhverfismálum fyrir sveitarstjórnarmenn, en námstefnu þessa á að halda 24. maí nk. hér í Eyjum, og til hennar er boðið sveitarstjórnarmönnum víðvegar að.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.15.
 
Bjarni Sighvatsson
Svanhildur Guðlaugsdóttir
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Ármann Höskuldsson