Opið fræðsluerindi 8. mars

01. mars 2006 kl.10:02

Dr. Hjalti J. Guðmundsson landfræðingur, framkvæmdastjóri Stefnumótunar og þróunar hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar heldur erindi um Umhverfismál í sveitarfélögum miðvikudaginn 8. mars. Erindið verður í Rannsóknasetrinu, Strandvegi 50 og hefst klukkan 17.00. Erindið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.