Lóan komin

25. mars 2006 kl.09:47

Stök heiðlóa sást á Heimaey í gær og svo aftur snemma í morgun. Einnig sáust nokkrir hettumáfar við ræsið út af Eiðinu í gær. Þetta mun vera nokkuð eðlilegur tími fyrir komur þessara fugla. 

Heiðlóan gaf loks færi á myndatöku rétt eftir hádegi í dag þar sem hún lét lítið fara fyrir sér á túni ofan við Breiðabakka.
 
Tveir hettumáfar ásamt ritum utan við Eiðið.