Fræðsluerindi Náttúrustofanna

01. febrúar 2007 kl.18:43

Í gær var flutt fyrsta fræðsluerindið í fjarfundabúnaði sem Samtök Náttúrustofa standa fyrir. Það var Náttúrustofa Reykjaness sem reið á vaðið þegar Gunnar Þór Hallgrímsson doktorsnemi í líffræði flutti erindið: Af sílamáfum á Suðvesturlandi.