Haftyrðlar

11. mars 2007 kl.18:35

Í dag mátti sjá nokkra örþreytta haftyrðla í Höfðavík og í fjörunni var rúmur tugur dauðra fugla. Allir voru fuglarnir mjög horaðir og má reikna með að óveðrið um helgina hafi verið þeim erfitt.