Skrofur

15. júní 2007 kl.18:10

Síðustu nótt og í morgun tókst að endurheimta þrjár skrofur með gangrita í Ystakletti.

Síðasta sumar voru gangritar settir á tuttugu skrofur og höfðu fjórar þeirra náðst aftur þann 15. júní 2007. Reynt verður að ná þeim sextán sem eftir eru síðar í sumar.
 
 
 
 
 
Merkt skrofa með gangrita í Ystakletti. Skrofurnar voru merktar með stálhring á hægri löpp og svo voru gangritarnir settir ásamt plasthring á vinstri löpp (gangritinn sést ekki á þessari mynd). Núna voru gangritarnir teknir af og nýir settir á. Þegar búið er að lesa af gangritunum verður hægt að sjá farleiðir viðkomandi fugla frá því þær yfirgáfu varpstöðvarnar í fyrra.
 
 
 
Ingvar A. Sigurðsson með skrofu við varpholu í Ystakeltti.