Skrofur

18. júlí 2006 kl.09:31

Fyrr í sumar fékk Náttúrustofan heimsókn frá spænska skrofusérfræðinginum Jacob González-Solís. Hann merkti um 70 skrofur í Ystakletti með hjálp starfsmanna Náttúrustofunnar og setti staðsetningartæki á 20 þeirra. Þann 12. júlí var farið aftur upp í Ystaklett til að athuga ástandið á skrofunum. Ungarnir eru á mörgum stigum, allt frá óútklöktum eggjum til dúnmikilla unga. Eitt eggið tísti og var því unginn alveg við það að klekjast út.