Farhættir skrofu

05. júlí 2013 kl.13:25

Náttúrustofa Suðurlands hefur fylgst með farháttum skrofu allt frá árinu 2006 í samstarfi við Yann Kolbeinsson á Náttúrustofu Norðausturlands og Háskólann í Barcelóna. Sett eru lítil tæki (dægurritar, gagnaritar, stöðumælar; enska: geolocator) á nokkrar skrofur en tækin skrá tíma og lengd dagsins og þessar upplýsingar duga til að reikna út staðsetningu einstaks fugls á hverjum tíma með nákvæmni upp á nokkra tugi kílómetra. 
 
Yann Kolbeinsson í skrofubyggð í Ystakletti, Heimaklettur í baksýn.

Vel hefur gengið að ná dægurritunum aftur og nú hafa náðst 12 af þeim 15 dægurritum sem settir voru á skrofur síðasta sumar. Skrofan verpur í holur eins og lundinn og byggjast endurheimtur á því að fuglarnir snúi aftur í sömu holu ár eftir ár.
 
Yann með skrofu í Ystakletti, Eldfell og nýja hraunið í bakgrunni.
 
Herjólfur siglir fram hjá Ystakletti, Elliðaey og Bjarnarey í bakgrunni.