Fyrirhuguð lundaveiði í Vestmannaeyjum 2013

28. júní 2013 kl.00:04

Náttúrustofa Suðurlands tekur fram að ekkert samráð var haft við stofuna áður en ákveðið var í Bæjarráði Vestmannaeyja 26. júní síðastliðinn (sjá hér) að leyfa lundaveiðar í Vestmannaeyjum í sumar. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Suðurlands undanfarin ár hefur viðkoma lundastofnsins í Vestmannaeyjum verið minni en nemur viðhaldi stofnsins og veiðar því ósjálfbærar.
28. júní 2013.
Dr. Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður.
Dr. Erpur Snær Hansen, sviðstjóri vistfræðirannsókna.