Lundatal Vestmannaeyja

17. apríl 2012 kl.11:00

Í síðasta hefti tímaritsins Blika birtist grein eftir Erps Snæ Hansen og fleiri um lundatal Vestmannaeyja (Erpur Snær Hansen, Marinó Sigursteinsson og Arnþór Garðarsson 2011. Lundatal Vestmannaeyja. Bliki 31: 15-24). Útdráttur úr greininni er hér fyrir neðan.
 
Vestmannaeyjar, séðar úr suðri. Myndina tók Arnþór Garðarsson.

Varpstofn lunda í Vestmannaeyjum var metinn með myndatöku úr lofti og með því að telja varpholur á vettvangi á árunum 1988-1993 og 2007-2009. Flatarmál lundabyggða var mælt af loftmyndum og leiðrétt fyrir landslagi (halla). Fjöldi varphola er metinn 1.120.500. Árið 2010 voru 74,4% varphola í ábúð. Stærð varpstofnsins, reiknuð sem margfeldi holufjölda og ábúðarhlutfalls, er 830.100 pör. Þessi tala svarar til um fimmtungs lundastofnsins í heiminum og staðfestir að Vestmannaeyjar eru stærsta lundabyggð heims.