Fiðrildavertíðin er hafin

16. apríl 2012 kl.11:14

Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands og Sæheima létu smá rok (25 m/sek) ekki hafa áhrif á sig í morgun þegar þeir komu ljósagildru til fiðrildavöktunar fyrir í Stórhöfða á Heimaey. Þetta er þriðja árið í röð sem ljósagildra er sett upp í Stórhöfða.
 
Ljósagildran sett upp í Stórhöfða.

Ljósagildrur eru nú staðsettar víðsvegar um landið og koma nokkrar náttúrustofur að verkefninu ásamt fleirum en það er Náttúrufræðistofnun Íslands sem heldur utan um verkefnið og má finna frekari upplýsingar um það á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar, t.d. hér og hér. Einnig er að finna upplýsingar um þau fiðrildi sem komið hafa í gildruna í Stórhöfða hér.