Málstofa um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við Ísland

29. mars 2011 kl.11:32

Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands efna til málstofu um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið og hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga.
 

Málstofan verður 31. mars 2011, kl. 13:00 til 17:00 á Hótel Sögu í sal Harvard II. Málstofan er öllum opin.