Gos í Eyjafjallajökli

14. apríl 2010 kl.10:00

Gos er hafið í toppgíg Eyjafjallajökuls nokkrum dögum eftir að gosinu lauk á Fimmvörðuhálsi.

Eins og er sést ekki til jökulsins vegna skýja en gosmökkurinn sést vel frá Heimaey. Reynt verður að setja myndir inn á síðuna í dag ef ástæða þykir til en við bendum á heimasíður Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar til að fá fræðilegar upplýsingar um gosið.