Málþing um jarðminjagarða

10. mars 2010 kl.10:18

Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um Jarðminjagarða (Geopark) á Íslandi í Salnum, Kópavogi. Það eru Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Jarðfræðifélag Íslands sem standa að málþinginu.
 

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir og Óskar Bergsson, formaður Borgarráðs ávarpa þingið og svo verða ellefu 20 mínútna erindi. Dagskrá málþingsins má lesa hér.