Flækingsfuglar

13. október 2006 kl.13:59

Nokkuð er um flækingsfugla á Heimaey þessa dagana og í gær sást þessi sportittlingur við fiskhjallana. Þar mátti einnig sjá glóbrysting, hettusöngvara, svartþröst og stara auk þúfutittlinga, skógarþrasta og maríuerla. Einn garðsöngvari sást síðan í bænum. Hægt er að fylgjast með flækingsfuglum á Íslandi á síðunum The Icelandic Birding Pages og Fuglar.is