Hvalreki í Brimurð

26. nóvember 2009 kl.08:25

Í gær rak dautt smáhveli á land í Brimurð. Talið er að þetta sé nýfæddur háhyrningskálfur.
 
 
Háhyrningskálfurinn, sem er um 2,6 m að lengd, er frekar illa farinn og hefur verið einhvern tíma að velkjast í sjónum.
 

 
Bægslið er besta greiningareinkennið.
 
 
 
Skinnið er að mestu flagnað af og því erfitt að greina tegundina út frá lit.