Fyrstu lundapysjurnar farnar að klekjast í Vestmannaeyjum

10. júlí 2009 kl.13:28

Starfsmenn Náttúrustofu fundu fyrstu pysjuna í vöktunarholu í fyrradag, þann 8.júlí og í gær sáust þrjár pysjur í holum í Álsey. 

Starfsmenn Náttúrustofu fundu fyrstu pysjuna í vöktunarholu í fyrradag, þann 8.júlí og í gær sáust þrjár pysjur í holum í Álsey. Fyrsta pysjan sem fannst var í holu í Litlu Rauf í Stórhöfða en það vakti einnig athygli að í holunni við hliðina var nýorpið egg. Þetta bendir til þess að varptími lunda sé ákaflega dreifður í ár en athuganir benda til að varp hafi náð hápunkti 15-20.júní og má því búast við að meiri hluti pysja skríði úr eggjum seinni part júlí mánaðar. Ómögulegt er þó að segja fyrir um hvaða áhrif þetta kunni að hafa á varpárangur lundans en nú er unnið að því að meta varpþéttleika víðar um Vestmannaeyjar til að fá skýrari mynd af varpárangri í ár.