Landsvölur og bæjasvölur

15. maí 2009 kl.13:05

Þriðjudaginn 12. maí mátti sjá 9 landsvölur (Hirundo rustica) og 2 bæjasvölur (Delichon urbicum) við tjörnina í Herjólfsdal og á sama tíma var stök landsvala við Fiskiðjuna og bæjasvala við Eyjaberg. Svölurnar sem voru í Herjólfsdal hafa nú dreift sér um bæinn og má sjá þær á sveimi þar sem helst má búast við að eitthvað æti (flugur) sé að finna. Frekari upplýsingar um svölukomur má sjá í frétt frá 23. mars í ár.
 
 
Landsvala.
 
 
Bæjasvala við tjörnina í Herjólfsdal.