Þrjár svölutegundir flækjast til Eyja

23. mars 2009 kl.08:45

Um helgina mátti sjá þrjár tegundir af svölum á Heimaey. Þetta voru landsvala (Hirundo rustica), bæjasvala (Delichon urbicum) og bakkasvala (Riparia riparia).

Landsvala og bæjasvala eru svo til árvissir flækingar á Íslandi en bakkasvalan er fáséðari. Flestar svölurnar sjást á vorin en einnig sjást þær á haustin. Þetta er hinsvegar óvenju snemmt fyrir þessar tegundir því venjulega sjást þær ekki fyrr en undir lok apríl eða í byrjun maí. Landsvala og bakkasvala hafa t.d. aldrei áður sést hér á landi í mars. Hér fyrir neðan má sjá myndir af bakkasvölunni og landsvölunni.
 
Landsvala (vinstra megin) og bakkasvala á Heimaey 21. mars 2009.
 
Bakkasvala á Heimaey 21. mars 2009.